63. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 14. maí 2021 kl. 08:48


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 08:48
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 08:48
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 08:48
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:48
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:48
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:48
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 08:48
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:48
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:48
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:15

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 11:05.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:48
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 707. mál - staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands Kl. 08:48
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson, Herdís Helga Schopka og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndnarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

3) 709. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 08:48
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn S. Hafsteinsson, Herdís Helga Schopka og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndnarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið.

4) 378. mál - sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar mættu Þröstur Friðfinnsson, Jónas Egilsson, Halldór Gunnar Ólafsson og Jón Páll Hreinsson frá starfshópi minni sveitarfélaga. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Pawel Bartoszek og Helga Björk Laxdal frá Reykjavíkurborg. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst mættu á fund nefndarinnar Aldís Hafsteinsdóttir, Karl Björnsson, Valgerður Rún Benediktsdóttir og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Indriði Ármannsson og Guðni Rúnar Gíslason frá Þjóðskrá Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Breyting á fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Björk Jakobsdóttir frá Isavia og Árni Freyr Stefánsson, Ólafur Hjörleifsson og Friðfinnur Skaftason frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

Nefndin ákvað að flytja þingsályktunartillögu um breytingu á þingsályktun nr. 40/150 um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024.

6) 613. mál - loftferðir Kl. 10:19
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, fór yfir drög að framhaldsnefndaráliti. Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að framhaldsnefndaráliti meiri hluta standa Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins og skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Andrés Ingi Jónsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

7) Önnur mál Kl. 10:22
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:53